Við hugsuðum að rafmagn væri ekki alltaf aðgengilegt við fornleifauppgröft og það leiddi til annarrar hugmyndar.
Hægt væri að gera hleðslustöð eða rafgeymi sem endurhleður sig með sólarsellu og þannig væri hægt að hlaða rafhlöður úr þeim tækjum sem notuð eru.
Eins væri hægt að hugsa sér að í stað sólarsellu væri hægt að nýta litla vindmyllu á stöðum þar sem lítil sól er.