Í verkefninu okkar leituðumst við við að finna handhæga lausn á vandamáli sem fornleifafræðingar standa frammi fyrir og úr varð ,,Blásturssugan"
Fornleifafræði er fræðigrein sem rannsakar sögu og menningu manna með því að grafa upp, greina og túlka efnislegar minjar sem þeir hafa skilið eftir sig.
Íslenskar fornminjar eru leifar úr fortíðinni sem sýna hvernig fólk lifði á Íslandi fyrr á öldum. Þær eru til dæmis bæjarrústir, kirkjur, grafreitir og gamlir munir.
Út um allan heim má finna fjöldann allan af stórglæsilegum fornminjum. Þessar fornminjar laða að sér fjölda ferðamanna á hverju ári.