Hugmyndin að Blásturssugunni fæddist eftir kynningu Sólrúnar Traustadóttur, fornleifafræðings hjá Minjavernd. Hún sagði okkur frá því hvernig veður, vatn og mold geta verið stórar hindranir í fornleifauppgröftum – sérstaklega á Íslandi.
Við veltum því fyrir okkur hvort við gætum hannað tæki sem gæti létt störf fornleifafræðinga við slíkar aðstæður.
Við kynntum hugmyndina okkar fyrir fornleifafræðingunum Ragnheiði Traustadóttur, sem býr í Noregi og Arthur Knut Farestveit sem heldur úti podkastinu Moldvarpið. Báðum leist vel á hugmyndina og minntist Arthur á það að þetta myndi auka afköst í vinnu ef svona tæki væri til.