Við fornleifauppgröft er erfitt að koma vökva eða fínni mold burt frá uppgraftarsvæðinu. Oft hafa fornleifafræðingar þurft að moka miklu magni af vatni upp úr graftarsvæðinu með skóflum sem er mjög árangurslaus vinnuaðferð. ..
Okkur fannst nauðsynlegt að einfalda þetta ferli til þess að auðvelda vinnu fornleifafræðinga. Við vissum að það væri til tæki sem notað er í garðinum sem heitir laufblásari og er jafnframt laufsuga líka og þá datt okkur í hug hvort sú tækni gæti nýst þarna og þar með fæddist hugmyndin að “Blásturssugunni”.
Blásturssugan er lítið, færanlegt og margnota tæki sem virkar bæði sem blásari og vatnssuga. Það er með hleðslurafhlöðu sem gerir það hreyfanlegt og þægilegt að nota. Tækið er hannað til að nýtast við fornleifauppgröft þar sem þarf að fjarlægja vatn eða mold af viðkvæmum svæðum á öruggan og nákvæman hátt.
Mótorinn virkar í báðar áttir og stjórnast áttin af staðsetningu rofa sem er á tækinu. Þannig getur mótorinn sogið upp vatn sem fer í hólf á tækinu. Hólfið er svo hægt að tengja við slöngu í stærra ílát ef þess gerist þörf. Svo er hægt að skipta yfir í blásarann og nýta þetta til að blása burt auka mold sem safnast fyrir t. d. eftir storm og þess háttar og bara til að halda því sem verið er að grafa upp hreinu.