Fornleifafræði er það að rannsaka gömul mannvirki sem eru 100 ára eða eldri. Fornleifafræði er það sem segir söguna, ástæðan fyrir því að við vitum svona mikið um fólkið sem lifði á undan okkur er fornleifafræði. Stundum eru fornleifafræðingar að grafa upp gömul mannvirki sem hafa grafist í jörðina í gegnum tímann og stundum eru þeir að fylgja ákveðnum sporum. T.d. leiddi það að finna eina perlu til að líkamsleifar konu fundust ásamt hníf, hringnælu, prjóni og u.þ.b. 500 perlum. Fram að þessu höfðu aðeins fundist 400 perlur á öllu landinu.